Um okkur

Bílaþjónusta með fagmennsku í fyrirrúmi

Bílahótel (áður Alex bílahús) var stofnað árið 1993 og hefur síðan þá þjónustað flugfarþega er fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá upphafi hefur starfsemin haft það að leiðarljósi að bjóða upp á geymslu á bílum fyrir flugfarþega, auk þess sem boðið er upp á öll almenn bílaþrif sem og alla almenna viðhaldsþjónustu á bílum svo sem þjónustuskoðanir, smurþjónustu, dekkjaþjónustu, bifreiðaskoðanir, eldsneytisáfyllingar og í raun alla þjónustu sem snýr að bílum í samstarfi við löggild verkstæði, enda tilvalið að nýta tímann meðan dvalið er erlendis fyrir stórar jafnt sem smáar viðgerðir á bifreiðinni.

Starfsmenn bílahótels veita allar nánari upplýsingar í síma 455-0006 eða á netfangið thorunn@geysir.is

Hvernig notarðu þjónustuna

Fyrir brottför:

Bóka þjónustu á www.bilahotel.is

Við brottför:

Leggja bíl á bílastæði Geysis við Arnarvöll 4, 235 Keflavíkurflugvelli og afhenda lykil í afgreiðslu Geysis. Bílaleigustrætó fer á 15 mínútna fresti frá Geysi og að brottfararsal flugstöðvarinnar. Ferðin tekur 2 mínútur. Einnig er hægt að ganga, vegalengdin er um 600 metrar (5 mín).

Við heimkomu:

Fylgið leiðarvísum úr komusal að bílaleigustrætó (Car Rental Bus). 150 metra ganga. Strætóinn fer á 15 mínútna fresti frá komusal flugstöðvarinnar að afgreiðslu Geysis. Bíllyklarnir verða afhentir í afgreiðslu Geysis við komu.