Skilmálar

Almennt

Bílahótel áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Þjónusta og geymsla

Bílahótel tryggir bíla fyrir tjóni er hlýst af þeirra völdum, en ekki fyrir tjóni eða tjónum, er aðrir geta valdið. Undanskiliði frá tryggingu er vél- og rafbúnaður.
Stæði Bílahótels eru vöktuð af viðurkenndu öryggisfyrirtæki. Bílar geymslu Bílahótels eru þjónustaðir 1-3 dögum fyrir afhendingu til eiganda/umráðamanns.

Gæðaeftirlit og endurgreiðsluréttur

Þjónustukaupi skal koma fram athugasemdum við þjónustu Bílahótels án tafar, þ.e. áður en bílastæði er yfirgefið, til umsjónarmanns eða skrifstofu. Bílahótel mun yfirfara þjónustuþætti ef sýnt þykir að þeir uppfylli ekki þau þjónustugæði sem félagið vill kenna sig við. Hafi þjónustuþáttur misfarist endurgreiðir Bílahótel þann hluta þjónustunnar. Vinsamlegast hafið samband við Bílahótel með spurningar. Allir bílar sem þjónustaðir eru af Bílahóteli eru yfirfarnir af gæðaeftirliti félagsins.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.