Alhliða bílaþjónsuta

Það er einfalt að bóka tíma á netinu. Við hjá Geysir Bílahóteli bjóðum upp á smurþjónustu, dekkjaþjónustu og bílaþrif og geymslu á meðan þú ert í útlöndum. Við hjá höfum öðlast mikla þekkingu á bílatengdri þjónustu í gegnum margra ára reynslu af bílaleigurekstri.

Okkar þjónusta

Smur og dekkjaþjónusta

Við höfum sinnt smur og dekkjaþjónustu á bílaflota Geysis í yfir 10 ár. Við teljum okkur því vera sérfræðinga í slíkri verkstæðisþjónustu. Einfalt, fljótlegt og skilvirkt þjónustuferli er okkar sérgrein.

Bílaþvottur

Í Alþrifunum er innifalinn háþrýstiþvottur að utan, sýruþvottur á felgur, bón, dekkjagljái og hreinsun að innan. Einnig er hægt að bóka staka þjónustu eins og háþrýstiþvott, þrif að innan eða djúphreinsun.

Bílageymsla

Við hugsum um bílinn þinn meðan þú slakar á í fríinu eða hoppar erlendis í vinnuferðina. Það er fátt betra að koma heim í hreinan og fínan bíl eftir utanladsferðina. Öll okkar bílaþjónusta stendur Bílahótelsviðskiptavinum okkar til boða.