Verðskrá fyrir bílaþvott

Frá upphafi hefur starfsemin haft það að leiðarljósi að bjóða upp á geymslu á bílum fyrir flugfarþega, auk þess sem boðið er upp á öll almenn bílaþrif sem og alla almenna viðhaldsþjónustu á bílum svo sem þjónustuskoðanir, smurþjónustu, dekkjaþjónustu, bifreiðaskoðanir, eldsneytisáfyllingar og í raun alla þjónustu sem snýr að bílum í samstarfi við löggild verkstæði.

Með allri bílaþjónustu bjóðum við bíl til afnota til að sleppa biðinni. Sjá nánar

Þjónusta Fólksbíll / Jepplingur Jeppi Yfirstærð
Alþrif 19900kr 24900kr 28900kr
Djúphreinsun teppa 7000kr 10000kr 10000kr
Djúphreinsun sæta 11500kr 11500kr 11500kr
Djúphreinsun teppa og sæta 17500kr 17500kr 17500kr
Rúðuvökvi áfylling 2000kr ltr 2000 ltr 2000 ltr
Smurþjónusta* 22000kr 28000kr 33000kr
Geymsla umfram 2 daga 1500kr á dag 1500kr á dag 1500kr á dag

* Geysir bílahótel gefur sér rétt á að rukka umfram uppgefið verð

Sótthreinsi

Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi hreinlætis. Við hugum vel að hreinlæti þegar við þjónustum bílinn þinn. Sem partur af bílaþrifunum pössum að sótthreinsa sérstaklega alla snertifleti bílsins líkt og hurðarhúna, stýri, gírstöng og bíllyklana.

Alþrif

Í Alþrifunum er innifalinn háþrýstiþvottur að utan, sýruþvottur á felgur, bón, dekkjagljái og hreinsun að innan. Einnig er hægt að bóka staka þjónustu eins og háþrýstiþvott, þrif að innan eða djúphreinsun. Verðskrá fyrir bílaþvottinn má sjá hér

Slepptu biðinni

Öllum sem koma með bíl í þjónustu til Geysis býðst að fá bíl til afnota á meðan þjónustu stendur. Þannig getur þú mætt fyrir vinnu eða í hádeginu og skilið bílinn þinn eftir og sótt síðar um daginn.