Bílaþjónusta með fagmennsku í fyrirrúmi

Við hjá Geysi höfum öðlast mikla þekkingu á bílatengdri þjónustu í gegnum margra ára reynslu af bílaleigurekstri. Við bjóðum almenningi einnig upp á alhliða þjónustu tengda bílum. ​ Slepptu biðinni með því að skilja bílinn eftir hjá okkur og fá bíl til afnota á meðan við þjónustum bílinn þinn. Við bjóðum upp á smur- og dekkjaþjónustu, bílaþrif og geymslu á bílum. Við höfum sinnt smur og dekkjaþjónustu á bílaflota Geysis í yfir 10 ár. Við teljum okkur því vera sérfræðinga í slíkri verkstæðisþjónustu. Einfalt, fljótlegt og skilvirkt þjónustuferli er okkar sérgrein. Hvort sem það er einfaldur háþrýstiþvottur, allsherjar djúphreinsun eða alþrif og bón, við tökum verkefnið að okkur. Hægt er að samnýta bílaþvottinn með verkstæðisþjónustinni okkar á tilboðskjörum. Við hugsum um bílinn þinn meðan þú slakar á í fríinu eða hoppar erlendis í vinnuferðina. Það er fátt betra að koma heim í hreinan og fínan bíl eftir utanladsferðina. Öll okkar bílaþjónusta stendur Bílahótelsviðskiptavinum okkar til boða.

Starfsmenn bílahótels veita allar nánari upplýsingar í síma 455-0006 eða á netfangið bilahotel@geysir.is. Hægt að hafa samband hér